Íslendingasögur

Víga-Glúms saga

Víga-Glúms saga er talin með elstu Íslendingasögunum, sennilega skrifuð á fyrri hluta 13. aldar. Þetta er ævisaga hins ættgöfuga höfðingja, Glúms á Þverá í Eyjafirði á 10. öld. Hann er skáldmæltur og minnir að sumu leyti á sjálfan Egil Skalla-Grímsson. Glúmur fer ungur til Noregs til náfrænda sinna og ,,sannar sig'' þar, en heim kominn lendir hann í deilum við höfðingja í nágrenni sínu, jafnvel nána frændur. Glúmur er klókur bragðarefur og oft eru lýsingar á gerðum hans skoplegar og háði blandnar. Þegar á ævina líður sígur heldur á ógæfuhliðina fyrir honum, og hann missir að lokum föðurleifð sína. Ef til vill má líta svo á að honum hefnist fyrir óbilgirni sína. Hann deyr sjónlaus en hafði áður tekið kristni – og þannig hefur hann hugsanlega öðlast drottins náð!


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2018
BLAÐSÍÐUR:
bls. 96

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :